Copy
Fréttabréf SSNE

Ársþing SSNE verður haldið 14. og 15. apríl á Siglufirði. Þingið verður sett 12:30 á föstudeginum og áætluð þinglok eru um hádegi á laugardegi.

Í gær var haldin fjárfestahátíð Norðanáttar á Siglufirði, Norðanátt er samstarfsverkefni SSNE, SSNV, Eims og RATA og er hátíðin haldin með stuðningi frá Umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytinu. Á fjárfestahátíðinni voru leidd saman þrettán nýsköpunarfyrirtæki sem kynntu verkefni sín fyrir fjárfestum.

Umsagnarfrestur um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi rennur út á mánudaginn 31. mars n.k.

Þann 1. mars sl. héldu Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð og SSNE opinn samráðsfund með ferðaþjónustuaðilum á Tröllaskaga. Fundurinn var haldinn í Tjarnarborg í Ólafsfirði.

Ungmennaþing SSNE fór fram á Dalvík dagana 13.-14 október 2022. Þingið var að þessu sinni haldið í menningarhúsinu Berg á Dalvík og var þar samankomin hópur ungmenna úr sveitarfélögum landshlutans, ásamt starfsmönnum sveitarfélaga.

SSNE kynnti nú í upphafi ársins verkefni sem snýr að því að aðstoða sveitarfélögin á svæðinu við innleiðingu Grænna skrefa enda ljóst að óþarfi er fyrir hvert og eitt sveitarfélag að finna upp hjólið í innleiðingu umhverfis- og loftslagsstarfi sínu.

Þann 3. mars sl. stóðu náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum Akureyrarbæjar fyrir Starfamessu í fimmta sinn, eftir þriggja ára hlé. Um 750 grunnskólanemendum í 9. og 10. bekk af öllu Norðurlandi eystra var boðið að koma og kynna sér ólík störf.

Mikill meirihluti þeirra sem nýtt hefur Loftbrú frá því að henni var komið á fót er ánægður með úrræðið en telur ástæðu til að hækka afsláttinn og fjölga ferðum sem séu innifaldar.

Á síðasta fundi stjórnar SSNE var ákveðið að gera 18 verkefni að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra árið 2023. Um er að ræða mjög fjölbreytt verkefni sem öll eiga það sameiginlegt að styðja við Sóknaráætlun Norðurlands eystra og mun færa okkur nær þeim markmiðum sem þar koma fram.

Það er alltaf jafn gleðilegt þegar birta tekur og léttir yfir öllum. Við hjá SSNE höfum lítið látið veður né vinda trufla okkur heldur tókum þátt í því að fanga Norðanáttina á fjárfestahátíð á Siglufirði í vikunni. Það er ekki ofsögum sagt að vel hafi tekist til en uppselt var á hátíðina í ár og voru verkefnin sem þarna voru kynnt hvert öðru glæsilegra. Á bak við hátíðina standa fjölmargir aðilar með EIM í forystu ásamt okkur hjá SSNE og SSNV.

Húsavík
Hafnarstétt 3
Sími: 464 5412
Akureyri
Hafnarstræti 91
Sími: 464 5400






This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
SSNE · Hafnarstræti · Akureyri 600 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp